Starfið er opin bók
1. september, 2017

Eftir Töðugjöldin á Hellu finnst mér stutt í sumarlokin. Skólarnir byrja og fjölskyldulífið hjá flestum fær stundatöflu, allir ganga í halarófu og lífið færist aftur í fastar skorður. Börnin og dýrin í sveitinni, við öll höfum fengið okkar frelsi í sumar til að þroskast og dafna en nú er enn og aftur sleginn nýr taktur í allt samfélagið.

Þannig er sumarið líka í þingmannsstarfinu. Þinginu líkur í byrjun júní og hefst að nýju í september. Ég hef frá því að ég var kosinn á þing 2013 lagt mig fram um að tengjast fólkinu í kjördæminu, kynna mér atvinnulífið, nýsköpun og fjölmarga nýstárlega hluti sem fara ekki eins hátt. Þá bregst ég við fjölmörgum óskum um að vera viðstaddur fjölmörg mannamót, opnanir og bæjarhátíðir. Þá hef ég lagt mig fram um að mæta í jarðarfarir þegar sorgin nýstir samfélagið, en næ þó aðeins broti af því sem ég vildi sinna.

Eins og landafjandi um allt

Það skiptir máli að fólkið í landinu viti hvað þingmennirnir þeirra er að aðhafast og hverju þeir er að sinna. Frá upphafi hef ég mætt þessari sjálfsögðu skyldu með því að nánast opna allt mitt líf á fésbókarsíðu minni. Þar má sjá í máli og myndum umfjöllun um allar mínar ferðir sem þingmaður um kjördæmið og víðar um land. Ég segi frá fundarhöldum, heimsóknum í fyrirtæki, stofnanir og ýmiskonar spjalli og verkefnum sem ég tek þátt í með einstaklingum og félagasamtökum um allt kjördæmið. Þannig má fletta upp ferðum mínum á fésbókinni frá haustinu 2012 er ég hóf kosningabaráttu mína fyrir þingsæti og allt til dagsins í dag. Ég hef heimsótt fjölmarga en ég á marga eftir, eins eru margir sem hafa samband og spyrja hvort ég ætli ekki að mæta hjá þeim og segja frá því á fésbókinni minni hvað þeir eru að gera. Ég vil einmitt að þeir sem lengja eftir mér hafi samband, en ég bara mannlegur og næ ekki að fanga allt á stuttum tíma. Þá þekki ég ekki alla, en vil þjóna öllum og hitta sem flesta og tengjast sem best. Ég svara öllum símtölum og tölvupóstum, alltaf. Það má vera að ekki sé allt nauðsynlegt sem ég segi frá á fésbókina, en ég vill að fólkið upplifi daginn minn, vikurnar og mánuðina. Hvernig þeir ganga fyrir sig og starfið mitt sé opin bók fyrir öllum, hvar og hvenær sem er. Ég sé á fésbókinni að sumum finnst lítið til þess koma þegar ég greini frá gönguferðum,  kirkjuheimsóknum  eða verkefnum sem ég sinni, mála hús, aðstoða fólk eða standa fyrir styrktar og skemmtikvöldum víða í kjördæminu. En það er mín trú að með því að tilgreina flest allt sem ég geri þá sé ég að varpa ljósi á starf mitt flesta daga í almannaþágu. Starfið í þinginu, nefndum og þingflokki er þó undanskilið fésbókinni en fjölmiðlar sjá um þann þátt. Það sama á við um fjölmörg erindi sem fjöldi einstaklinga leitar til þingmannsins síns um eru persónuleg trúnaðarmál.

Bara kominn í frí?

Þrátt fyrir að vinnustaðurinn minn sé jafnstór að flatarmáli og Danmörk heyri ég oft og margir segja við mig, ja eru menn bara komnir í frí í allt sumar.  Nei sem betur fer er það ekki svo því þá hefst líka frjálsi og skemmtilegi tíminn í starfi þingmannsins, sem er að sinna kjördæminu, tengjast fólkinu og allri gerjuninni sem sprettur upp þegar sól hækkar á lofti. Þarna kemur upplýsingaveitan á fésbókinni sér líka vel og þar má fletta upp heimsóknum mínum um í kjördæminu sl. sumar. Ég hafði reyndar lofað fjölskyldunni að nú í sumar færum við í frí utan kjördæmisins, en við höfum frá því að ég var kosinn á þing eingöngu eytt sumarfríum okkar innanlands í kjördæminu, en það varð ekki breyting á því í sumar þrátt fyrir gefni loforð.

Árið fyrir samgöngur

En hvað er þá helst á baugi í kjördæminu? Það er æði margt og mismunandi áherslur eftir landshlutum. Samgöngur, vegir, brýr, flug, ferjur og hafnir er rauði þráðurinn í gegnum kjördæmið en 2,5 milljónir farþega koma til landsins. Nær allir keyra Reykjanesbrautina og síðan fara langflestir um Suðurland, Mýrdal og Skaftafellssýslur. Verkefnin sem við verðum að leysa í samgöngum hverfa ekki frá okkur, þau eru aðkallandi og nauðsynleg um allt kjördæmið. Staða bænda er óviðunandi og mjög mikilvægt að leysa þann hnút sem nú er fastur, ná sátt um framleiðsluna og tryggja kjör þeirra sem yrkja og halda landinu okkar í byggð. Við viljum líka gera betur í heilbrigðis og menntamálum en við verðum að forgangsraða verkefnum og getum ekki lofað öllu. Í mínum huga er árið 2018 árið sem við hefjum grettistak í bætum samgöngum og þá skiptir mestu máli að byrja á að tryggja umferðaröryggi á fjölförnustu vegum, byggja brýr og nýja vegi og bæta viðhald.

Ég þakka fyrir sumarið og hlakka til haustsins með ykkur öllum.

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst