Afarkostir

Eftir glæstan sigur á Tyrkjum var landsliðsþjálfari Íslands mættur til eyja á fund um framtíð knattspyrnu í Vestmannaeyjum. Landsliðsþjálfarinn lét ekki sitt eftir liggja og hvatti til þess að börn yrðu látinn velja á milli greina strax á aldrinum 10-12 ára. Það kæmi sér ekki vel fyrir afreksstefnu félagsins að börn væru að æfa tvær íþróttir því það myndi hamla framvindu þeirra í báðum íþróttum. Framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs tók þessa umræðu á lofti og stakk upp á því að byrja að rukka fyrir báðar íþróttir um 10-12 ára aldur barna. Þá yrðu foreldrar að velja.

Það er spurning hvort einn besti og farsælasti knattspyrnumaður Vestmannaeyja, Hermann Hreiðarsson, hefði ekki orðið handboltamaður hefðu honum verið settir þessir afarkostir?

 

Mynd: www.dv.is

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.