Eftir glæstan sigur á Tyrkjum var landsliðsþjálfari Íslands mættur til eyja á fund um framtíð knattspyrnu í Vestmannaeyjum. Landsliðsþjálfarinn lét ekki sitt eftir liggja og hvatti til þess að börn yrðu látinn velja á milli greina strax á aldrinum 10-12 ára. Það kæmi sér ekki vel fyrir afreksstefnu félagsins að börn væru að æfa tvær íþróttir því það myndi hamla framvindu þeirra í báðum íþróttum. Framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs tók þessa umræðu á lofti og stakk upp á því að byrja að rukka fyrir báðar íþróttir um 10-12 ára aldur barna. Þá yrðu foreldrar að velja.
Það er spurning hvort einn besti og farsælasti knattspyrnumaður Vestmannaeyja, Hermann Hreiðarsson, hefði ekki orðið handboltamaður hefðu honum verið settir þessir afarkostir?
Mynd: www.dv.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst