Vinnumálastofnun tilkynnti nú fyrir skömmu um að loka ætti þremur starfstöðvum á landsbyggðinni, þar á meðal hér í Eyjum. Í þessari uppsagnarhrinu er ekki kveðið á um neina uppsögn á höfuðborgarsvæðinu. Hvíslað er um að þetta sé í besta falli sérstakt fyrir núverandi ríkisstjórn, sem hefur síðustu vikur barist hart í því að færa Fiskistofu norður yfir heiðar.
Ekki hefur enn heyrst hósti né stuna frá ráðherrunum vegna þessarar ákvörðunar og má segja að lítið sé unnið með því að flytja eina stofnun út á land á meðan aðrar loka sínum starfstöðvum víðsvegar á landsbyggðinni. Kannski átti bara að fjölga störfum á Akureyri!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst