Hvíslað er um það á götum bæjarins að allir veitingastaðirnir sem nú eru starfandi í Eyjum muni ekki lifa næsta vetur af. Nú þegar eru á þriðja tug veitingastaða sem hægt er að velja úr og samkeppnin mikil. Slippurinn mun áfram loka stað sínum yfir veturinn og einbeitir sér að sumar-trafíkinni.
Þá hefur Kári Vigfússon sett sinn rekstur á sölu, bæði Kránna sem og grillbílinn.
Hvíslað er um það að Subway séu með í skoðun að loka sínum stað þegar sumarvertíðinni lýkur og er sú lokun til frambúðar ef af verður. Ekki eru nema rúm tvö ár síðan keðjan opnaði stað sinn í Eyjum og þykir það tíðindum sæta ef að hann muni loka eftir svo skamman tíma.
Óskandi er að sem flestir staðir muni halda sinni þjónustu úti allt árið, Eyjamönnum og gestum til mikillar ánægju.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst