Línur eru farnar að skýrast eftir leikina í 1. deild karla í körfubolta sem fram fóru sl. þriðjudagskvöld. Breiðablik sigraði Val og tryggði sér sæti í úrvalsdeild. Á sama tíma lagði FSu Hött á Egilsstöðum og fóru því tveimur stigum upp fyrir Val. FSu er þá nánast búið að tryggja sér 2. sætið og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Þórsarar þurfa að halda vel á spöðunum ætli þeir sér í úrslitakeppnina en þeir töpuðu stórt fyrir Ármanni/Þrótti á þriðjudagskvöld.
FSu hafði góð tök á leiknum á Egilsstöðum og sigraði 80-93. Höttur hafði reyndar yfir í hálfleik, en FSu tó sig á í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst