Tvær umsóknir um starfsemi gistiheimila í Þorlákshöfn voru á borði Skipulags- og byggingarnefndar Ölfuss á síðasta fundi. Stefán Jónsson hyggst opna gistiheimili að Unubakka 4 og Laufskálar ehf. hafa fest kaup á Reykjabraut 2, þar sem Póstur og sími var áður til húsa. Þar verður opnaður veitingastaður með gistiheimili á efri hæðinni. Ekkert gistiheimili er fyrir í Þorlákshöfn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst