Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði nú síðdegis mann þann sem lögreglan í Vestmannaeyjum heftur haft í haldi í gæsluvarðhald til mánudags 17. desember.
Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum síðan í gær vegna rannsóknar á brunanum í Fiskiðjunni aðfaranótt s.l. föstudags.
Maðurinn, sem er á þrítugsaldri hefur sagst hafa verið í húsinu skömmu áður en eldur varð þar laus, en hefur neitað að hafa kveikt þar eld. Rannsókn hefur leitt í ljós að hann yfirgaf húsið um svipað leyti og tilkynnt er um brunann.
Rannsókn málsins er fram haldið af fullum krafti og mun rannsóknarlögreglumaður frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi koma til Eyja í kvöld til aðstoðar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst