HK vann mjög öruggan sigur á ÍBV, 36:22, í úrvalsdeild karla í handknattleik en leikurinn fór fór fram í Digranesi í dag.
HK er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig og á leik til góða á toppliðið, Hauka, sem eru með 19 stig. ÍBV situr á botninum sem fyrr með 2 stig.
Jafnt var í byrjun, staðan 2:2 eftir nokkrar mínútur, en síðan skildu leiðir. HK komst í 7:3 og síðan 13:7 en staðan var 19:10 í hálfleik. Munurinn jókst smám saman og var 14 mörk þegar upp var staðið.
Ragnar Hjaltested skoraði 10 mörk fyrir HK og Ragnar Snær Njálsson 5 en Sergei Trotsenko gerði 12 mörk fyrir Eyjamenn sem misstu Sindra Haraldsson af velli með rautt spjald um miðjan síðari hálfleik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst