Svar til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.

Af hverju vill Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum ekki ræða kosningar um samgöngumál í Eyjum. Það eru mjög skiptar skoðanir í Vestmannaeyjum um Bakkafjöruhöfn. Fólk úti í  Eyjum ætti að fá að kjósa um tvo valkosti, annars vegar um höfn í Bakkafjöru eða hraðskreiðara og stærra skip sem sigldi til Þorlákshafnar á tveimur tímum. 

Það eru skiptar skoðanir um sandburð inn í Bakkafjöruhöfn og sandfok af landi í höfnina. Rifið utan við fyrirhugaða hafnargarða er það sem ég óttast mest í þessari hafnargerð. Ég hef átt langan fund með Gísla Viggóssyni frá Siglingastofnun um hafnargarð í Bakkafjöru og breyttist afstaða mín ekki eftir þann fund nema síður væri. Fjaran á þessum slóðum er alltaf á fleygi-ferð eftir straumum og veðrum, briminu ekki síst.

 Við Vestmanneyinga vil ég segja að ég er til þjónustu reiðubúinn í hvaða málum sem er og tilbúinn að berjast með og fyrir hagsmunum Vestmannaeyinga hvar og hvenær sem er.

Bæjarstjórnin og fólkið í Eyjum getur alltaf haft samband við undirritaðan í hvaða málum sem eru og ég legg mig allan fram við að hjálpa til.

Grétar Mar

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.