Laugardaginn 18.ágúst verður haldið landsþing Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) og mun núverandi formaður Bryndís Bjarnadóttir ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Eygló Harðardóttir hefur ákveðið að sækjast eftir formennsku í LFK í kjölfar ákvörðunar Bryndísar.
Eygló hefur tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins síðustu ár og skipaði Eygló 4.sætið á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi við síðustu alþingiskosningar. Eygló hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum, t.d. verið stjórnarmaður í Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, í stjórn Visku og verið stjórnarformaður Náttúrustofu Suðurlands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst