Uppsjávarveiðiskipið Antares VE hefur verið seldur frá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Antares var upphaflega smíðaður í Noregi árið 1980 fyrir skoska útvegsbændur. Frá Skotlandi var hann seldur til Noregs og síðar til Hjaltlandseyja árið 1986. Skipið kom fyrst til Ísfélagsins 6.apríl 1996 og hefur því tilheyrt flota félagsins í rúmlega 11 ár. Antares er 876 brúttólestir, 58,33 metra langur og 9 metra breiður.
Burðargeta miðað við ókældan farm er um 1050 tonn. Á tímabilinu 2002-2006 hefur skipið veitt tæplega 140 þúsund tonn að verðmæti alls um 1.260 milljónir. Skipið hefur reynst félaginu afar vel í gegnum tíðina og vonandi verður sú raunin hjá nýjum eigendum en ætlunin er að gera skipið út við strendur Afríku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst