Um það bil þrjátíu björgunarsveitarmenn voru í allan gærdag að aðstoða fólk á jarðskjálftasvæðinu við að koma þungum húsmunum á sinn stað og sitthvað fleira.
Þá girtu þeir af 23 hús á svæðinu, sem lýsta hafa verið óíbúðarhæf. Ekki liggur fyrir hvort þau verða rifin eða hvort gert verður við þau.