Albert Sævarsson, markvörður ÍBV var sannarlega þyngdar sinnar virði í leiknum gegn Víkingi frá Ólafsvík en hann þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum. Meðal annars varði hann vítaspyrnu, alveg út við stöng í stöðunni 2:1 fyrir ÍBV og bjargaði sínu liði fyrir horn. Albert var þó hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður Eyjafrétta ræddi við hann eftir leik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst