Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er aðstoðar handboltaþjálfari hjá Norska kvennalandsliðinu.
Þórir er fæddur og uppalinn á Selfossi og lék handbolta með Selfyssingum á árum áður. Hann hefur starfað sem handboltaþjálfari í um tvo áratugi út í Noregi og er með virtustu þjálfurum þar í landi. Þetta er enn ein skrautfjöður í hatt Þóris, sem hefur nokkrum sinnum unnið Norsku deildina.