ÍBV getur í kvöld tryggt sér sæti í úrvalsdeild þegar liðið sækir KS/Leiftur heim á Siglufjörð. Sigur myndi gulltryggja sætið en líklega myndi eitt stig einnig duga til. ÍBV er sem stendur þremur stigum á undan Selfyssingum, sem sitja í öðru sæti með 43 stig en Stjarnan er skammt undan með 41 stig. Bæði Stjarnan og Selfoss eiga tvo leiki eftir en ÍBV á þrjá útileiki eftir, m.a. gegn Selfossi í síðustu umferðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst