Þótt ýmsar blikur séu á lofti í fjármálaheiminum og ekki mikið af lausafé í umferð var enginn skortur á því í Borgarnesi í gær þegar Sauðamessa hófst þar með fjárrekstri í gengum bæinn.
Rekið var frá Dvalarheimili aldraðra, á móti Hyrnunni, eftir aðalgötunni að Skallagrímsgarði. Þar var búið að koma fyrir rétt og þangað sá mannfjöldinn um að koma fénu í örugga vörslu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst