Bændur fara ekki varhluta af efnahagslægðinni þessa dagana. Þeir eru í auknum mæli farnir að leita sér ráðgjafar og aðstoðar hjá sínum samtökum og munu margir þeirra vera á barmi gjaldþrots, ekki síst þeir sem ráðist hafa í miklar fjárfestingar og skuldsett sig langt umfram greiðslugetu.
Dæmi eru um áttfaldar heildarskuldir bænda á við ársveltu sama bús. Í venjulegu árferði hefur verið talað um að meðalbú þoli fjórfaldar skuldir á við ársveltuna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst