Hermann Hreiðarsson kom ekkert við sögu hjá liði sínu um helgina þegar Portsmouth gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Hefur Hermann aðeins fengið að leika rúmlega 200 mínútur í vetur. Tvívegis hefur Hermann verið í byrjunarliði Portsmouth en í bæði þau skipti tapaði lið hans stórt. Fjögur skipti önnur hefur Hermann komið við sögu sem varamaður en í tveimur af þeim skiptum aðeins í blálokin í eina til tvær mínútur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst