í kvöld, föstudaginn 5. desember kl. 20:00, verður lesið upp úr nýjum bókum á Bæjarbókasafni Ölfuss.
Rithöfundurinn Einar Kárason les upp úr bók sinni Ofsi, sem fengið hefur afskaplega góða dóma gagnrýnenda. Einnig les Hörður Torfa upp úr ævisögu sinni Tabú, sem skráð er af Ævari Erni Jósepssyni. Hörður, sem staðið hefur í ströngu síðustu vikur við að undirbúa mótmælafundi á Austurvelli, gefur sér tíma til að koma í Þorlákshöfn, lesa og spila og syngja fyrir gesti.
Einnig les Árný Leifsdóttir, formaður Leikfélags Ölfuss upp úr sérvalinni nýrri bók.
Boðið verður upp á kaffi og konfekt.