Loftnetamastur við flugturninn í Vestmannaeyjum lagðist á hliðina í dag. Mjög hvasst er við flugvöllinn og fer vindhraði upp undir 30 m/s í mestu hviðunum. Svo virðist vera sem tæring í botnstykki mastursins hafi leitt til þess að það gaf undan í rokinu. Í mastrinu eru loftnet fyrir fjarskiptatæki turnsins auk farsímaloftneta fyrir símafyrirtækin Vodafone og Nova.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst