Um 300 manns mættu á fjölskylduhátíð ungra sjálfstæðismana í Reykjanesbæ í gær. Slegið var upp stóru tjaldi á túninu við hliðina á Valgeirsbakaríi við Hólagötu í Njarðvík. Frambjóðendur grilluðu pylsur, nemendur úr Heiðarskóla sýndu atriði úr söngleiknum Frelsi, færeyski söngvarinn Jogvan flutti nokkur lög og vestmannaeyski trúbadorinn Jarl mætti á svæðið. Fleiri myndir fylgja fréttinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst