Flutningabíll með tengivagni fauk út af þjóðveginum við Ingólfsfjall í morgun. Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að ekki sé vitað um meiðsl ökumanns en hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús. Lögreglan á Selfossi segir að bálhvasst sé nú víða á Suðurlandi og varar vegfarendur við því að aka þar um með hestakerrur eða annað hangandi aftan í bílum sínum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst