Heiða Ingólfsdóttir, handknattleiksmarkvörður sem nú leikur með Haukum, lék sinn fyrsta A-landsleik í gærkvöldi þegar íslenska landsliðið lék gegn því svissneska. Leikurinn fór fram í Safamýrinni og lokatölur urðu 33:31 Íslandi í vil. Heiða kom inn á í síðari hálfleik og þótti sína frábær tilþrif enda varði hún átta skot í sínum fyrsta leik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst