Landsmót öldunga í golfi hófst á golfvellinum í Vestmannaeyjum í morgun. Óhætt er að segja að mótið fari vel af stað enda einmuna veðurblíða í Eyjum. Helgi Bragason, formaður GV setti mótið formlega með fyrsta höggi mótsins en völlurinn í Eyjum lítur einstaklega vel út. 120 keppendur taka þátt í mótinu en keppt er í nokkrum flokkum og eiga mótshaldarar von á skemmtilegu móti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst