Afþökkuðu boð landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra
27. nóvember, 2009
Þessa stundina stendur yfir ársþing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands á Grand Hótel í Reykjavík. Hið opinbera er í niðurskurðaraðgerðum og sjávarútvegurinn hefur ekki farið varhluta af því og nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar er afnám sjómannaafsláttar. Þetta kunna sjómenn eðlilega afar illa við og hafa látið það í ljós á ársþinginu.