Hvort það eigi að klára Tónlistarhúsið, láta það bíða, jafna það við jörðu eða nota það t.d. sem safn (gæti líka verið fangelsi). Vil minna á að þetta hús átti að kosta 6 milljarða árið 2002, en er skv. nýjustu útreikningum komið vel yfir 26,5 milljarða (25 milljarða í vor) ! Og enn vilja menn halda áfram með þennan óskapnað góðærisruglsins !