Nú eru Íslendingar búnir að senda til Brussel tæplega 9.000 blaðsíður af svörum við 2.500 spurningum Evrópusambandsins vegna umsóknar okkar um aðild að ESB. Og á næsta ári ætlum við samkvæmt fjárlagafrumvarpinu að eyða 250 milljónum króna til að ræða málin á grundvelli þessara spurninga og svara. Gott og vel. Það má færa ákveðin pólitísk rök fyrir því að úr því sem komið er sé best að láta málið renna sitt skeið til enda í þessum farvegi.