Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglu í vikunni þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp. Nokkuð var um pústra, bæði við skemmtistaði bæjarins og inni á heimilum. Engar kærur liggja hins vegar fyrir þannig að líklegt er að sá ágreiningur sem var orsök þessara pústra hafi verið leystur án frekari eftirmála.