Það skýrist á nýju ári hvort verður af kaupum Vinnslustöðvarinnar á togaranum Rex HF 24. Vinnslustöðin hefur gert tilboð í skipið sem er hluti af þrotabúi og hefur skiptastjóri samþykkt tilboðið. Enn á þó eftir að binda nokkra lausa enda og Vinnslustöðin á eftir að gera lokaúttekt á skipinu. „Það er rétt að við erum að reyna að kaupa skip en það er ekkert fast í hendi fyrr en búið er að skrifa undir kaupsamning,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í samtali við Fréttir.