Íslandspóstur gefur í dag út tvö ný frímerki en það er Eyjamaðurinn Jóhann Jónsson, betur þekktur sem Jói Listó sem hannar frímerkin. Frímerkin eru tvö af sex merkjum sem Jói mun hanna fyrir Íslandspóst en næstu tvö koma út í janúar 2011 og síðustu tvö árið 2012. Á frímerkjunum tveimur sem komu út í dag eru myndir af Vöðusel og Landsel en selir verða á öllum sex frímerkjunum sem Jói hannar.