Á vef Knattspyrnudeildar ÍBV íþróttafélags, er auglýst eftir framkvæmdastjóra fyrir deildina. Undanfarin tvö á hefur sérstakur framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ekki verið ráðinn af sparnaðarástæðum, heldur hafa meðlimir knattspyrnudeildar sjálfir séð um þau störf sem vinna þurfti. Óskað er efir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.