Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu og karl til að greiða Sparisjóði Vestmannaeyja 1.024.686 krónur. Um var að ræða sjálfskuldaábyrgð en fólkið hélt því fram að ábyrgð þeirra væri ekki lengur fyrir hendi, s.s. vegna nýlegra breytinga á lögum um ábyrgðamenn. Dómurinn taldi lögin hins vegar ekki afturvirk.