Eldgosið í Eyjafjallajökkli hefur áhrif á keppnistímabil ÍBV eins og annara íbúa í kringum gosstöðvarnar. Vegna öskufallsins undanfarið í Vestmannaeyjabæ, hefur knattspyrnuráð ÍBV farið þess á leit við atvinnurekendur í bænum að leikmenn liðsins fái að fara til Reykjavíkur og æfa þar alla næstu viku, þar sem ekki er útlit fyrir að hægt verði að æfa utandyra í Eyjum næstu daga. Þetta þýðir að leikmenn liðsins munu missa úr vinnu til næsta þriðjudags.