Nú líður að kosningum og höfum við á Vestmannaeyjalistanum hist reglulega og rætt mál sem mættu fara betur hérna í okkar kæra samfélagi. Við vorum spurð að því á fyrsta fundi hvað við vildum bæta og þá datt mér fljótlega í hug að það mætti standa betur að fjarnámi við háskóla hérna í Vestmannaeyjum. Þegar fólk útskrifast úr framhaldsskóla fer það strax að hugsa um það hvert leiðin liggur. Hún liggur nánast beina leið í höfuðborgina eða norður í land, þar sem áframhaldandi nám tekur við.