Á laugardaginn voru þriðju og jafnframt síðustu tónleikar Tríkot og Lúðró. Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega síðan 2008 og bara orðið betri á milli ára. Alls voru 75 tónlistarmenn sem tóku þátt í tónleikunum, sem voru þeir bestu af þeim þremur. Það sem gerði kvöldið ógleymanlegt var auðvitað frábær flutningur þar sem ekki var slegin feilnóta, en ekki síður skilaði séra Ólafur Jóhann Borgþórsson sínu hlutverki sem kynnir kvöldsins á frábæran hátt þannig að tónleikagestir lágu í háturskrampa á milli laga.