Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að leggja áherslu á hraða og góða hreinsun en aska liggur nú yfir öllu í bænum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fundaði í morgun með lykilstarfsmönnum Vestmannaeyjabæjarins þar sem línur voru lagðar varðandi hreinsunarstörf. Búið er að panta tæki ofan af landi til hreinsunarstarfa, m.a. öflugan svifryksbíl. „Ákvörðun okkar var sú að leggja höfuð áherslu á hraða og góða hreinsun, jafnvel þótt enn sé hætta á öskufalli,“ sagði Elliði.