Vestmannaeyjabær hefur opnað upplýsingasíma vegna hreinsunar á ösku. Fólk er hvatt til að hringja í þennan síma ef upplýsinga eða þjónustubeiðni er óskað. Síminn er 488-2535 og er svarað í síma milli kl. 09-12 og 13-16. Björgunarfélag Vestmannaeyja aðstoðar fólk sem ekki hefur tök á að hreinsa frá sínum eignum og er tekið við skráningum í upplýsingasíma Vestmannaeyjabæjar 488-2535.