ÍBV gerði góða ferð á heimavöll Valsmanna í kvöld þegar liðið mættust í 2. umferð Íslandsmótsins. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Hásteinsvelli en vegna öskufallsins víxluðu félögin heimaleikjunum og fór leikurinn því fram á Hlíðarenda. Yngvi Magnús Borgþórsson fékk að líta rauða spjaldið á 22. mínútur fyrir að verja á marklínu með hendinni. Albert Sævarsson varði vítaspyrnuna í kjölfarið en stuttu síðar komust Valsmenn yfir. Denis Sytnik nýtti sér svo varnarmistök Valsmanna undir lok fyrri hálfleiks og jafnaði. Þrátt fyrir líflegan síðari hálfleik voru ekki skoruð fleiri mörk og lokatölur því 1:1.