Innan fárra daga göngum við til bæjarstjórnarkosninga þar sem við veljum okkur sjö fulltrúa til þess að sjá um mál okkar bæjarbúa næstu fjögur árin. Vonandi tekst okkur að velja þessa fulltrúa af bestu skynsemi og vonandi verða þeir traustsins verðir þegar upp er staðið og störf þeirra metin á komandi kjörtímabili.