Stjórn GSÍ ákvað nú fyrir skömmu að standa við upphaflega mótaskrá og leika fyrsta mótið á Íslensku mótaröðinni í Vestmannaeyjum eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Ólafur Þór Ágústsson, formaður SÍGÍ, fór til Eyja í dag, tók út völlinn fyrir GSÍ og taldi að hann væri leikhæfur fyrir mótið sem hefst á laugardaginn.