Niðurskurðarfyrirætlanir ríkisstjórnarinnar hafa farið illa í fólk á landsbyggðinni. Greinilegt er að verið er að gera skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu. Á landsbyggðinni á að hafa heilsugæslu og síðan nauðsynlegustu reddingar á fólki, áður það verður sent á stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Með þessari breytingu er verið að skerða öryggi landsbyggðarfólks og skerða lífsgæði fólks. Þar að auki munu hundruðir fólks á landsbyggðinni missa starf sitt.