Oddgeir, kvikmyndatónlist, jazz og jafnvel hörðustu rokkslagarar
5. nóvember, 2010
Næskomandi laugardag 6. nóvember verða haldnir árlegir styrktarfélagstónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni við Vestmannabraut. Viðburðurinn er liður í nótt safnanna eins og verið hefur undanfarin ár. Nafn tónleikanna kemur til af Styrktarfélagi Lúðrasveitar Vestmannaeyja en það er félagsskapur fólks sem lætur sér annt um Lúðrasveitina sína og styrkir hana árlega með föstu fjárframlagi. Sem þakklætisvott heldur Lúðrasveitin þessa tónleika fyrir styrktarfélaga og geta aðrir gestir greitt fyrir aðganginn á staðnum.