Nú stendur yfir blaðamannafundur á Hótel Cabin þar sem efnilegasti knattspyrnumaður Selfoss og einn af efnilegri leikmönnum landsins, Guðmundur Þórarinsson er að skrifa undir samning hjá ÍBV. Guðmundur gerir eins árs samning við Eyjamenn en hann lék 16 leiki með Selfyssingum í úrvalsdeild í sumar, skoraði eitt mark og fékk eitt gult spjald. Guðmundur lék ýmist sem vinstri kantmaður eða bakvörður en leikmaðurinn er aðeins 18 ára gamall.