Í gær opnaði í Vestmannaeyjum ný og glæsileg tískuvöruverslun, Salka við Bárustíg. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Bertha I. Johansen og Elliði Vignisson. Verslunarrýmið er svo til nýtt en húsnæðið, sem áður var tvískipt hefur fengið hressilega andlitslyftingu. Verslunin er öll hin glæsilegasta en blaðamaður Eyjafrétta ræddi við Berthu við opnun verslunarinnar.