Hláturinn lengir lífið er yfirskrift skemmtikvölds sem Björgvin Rúnarsson stendur fyrir í Höllinni í kvöld, laugardag. Þar mætir landslið grínara með Ladda og Þorstein Guðmundsson fremsta meðal jafningja. Auk þeirra skemmta Freyr Eyjólfsson og strákarnir úr Mið- Íslandi sem hafa komið með ferska vinda inn í íslenskt uppistand.