Eyjamenn skelltu sér á toppinn í 1. deild karla í handbolta með því að leggja ungmennalið FH að velli í Hafnarfirði í dag. Lokatölur urðu 27:28 en staðan í hálfleik var 12:15. Eyjamenn eru nú einir á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru búnar af mótinu með 10 stig en ÍR og Grótta koma næst með 9 stig og Stjarnan og FHU með 8. Það voru ungu mennirnir í liði ÍBV sem sáu um markaskorunina í dag, Vignir Stefánsson var sem fyrr markahæstur með 9 mörk, Theodór Sigurbjörnsson skoraði 5 og Birkir Már Guðbjörnsson 3.