Mjög hefur gustað um sparisjóði landsins og ýmislegt misjafnt komið í dagsljósið. Flestir þeirra fóru í þrot en nú er unnið að endureisn þeirra með aðkomu ríkisins. Mörg mál eru á leið fyrir dómstóla og víða hefur komið upp mikil óvissa um stöðu stofnfjáreigenda í sparisjóðunum sem tóku lán til að fjármagna kaup á auknu stofnfé á árunum 2007 og 2008.