ÍBV leikur gegn ungmennaliði FH í kvöld klukkan 19:00 en leikurinn fer fram í Eyjum. Hafnfirðingar og dómarapar leiksins kemur til Eyja með Herjólfi í dag þannig að leikurinn mun fara fram, sama hvað veðurguðirnir bjóða upp á. ÍBV er í 4. sæti 1. deildar og FH-u í því fimmta en þrjú stig skilja liðin að. Það er því mikið í húfi fyrir bæði lið, FH-ingar þurfa nauðsynlega á stigunum tveimur að halda en með sigri, getur ÍBV aukið muninn á liðunum í fimm stig.