Dæluskipið Skandia bíður enn í vari við Skagen, nyrst á Jótlandi í Danmörku en skipið leitaði þar skjóls í gær eftir að hafa lagt af stað áleiðis til Íslands í gærmorgun. Hins vegar er slæmt sjóveður í Norðursjó en samkvæmt veðurspá ætti veðrið að ganga niður á morgun.