Hjónin ákváðu að fara í sólarlandaferð. Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkrum dögum seinna svo eiginmaðurinn fór á undan. Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í netfanginu og lenti pósturinn því óvart hjá nýorðinni ekkju, en hún hafði fyrr um daginn jarðað manninn sinn. Veslings konan var rétt að jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn sinn til að líta eftir samúðarkveðjum en hefðu kannski borist en við henni blasti hinsvegar bréf eiginamannsins.